fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Skuldum vafið Fenerbache biðlar til stuðningsmanna um áheit – Virðast ekki eiga fyrir launapakka Özil

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 12:57

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn tyrkneska félagsins Fenerbache, biðla til stuðningsmanna liðsins að leggja félaginu lið í því verkefni að eiga fyrir launapakka Mesut Özil, með því að senda inn sms-áheit.

Özil er við það að ganga til liðs við liðið eftir að hafa samið við Arsenal um riftun á samningi sínum þar. Launapakki Özil í heildina á samningstímanum við Fenerbache eru rúmar 13 milljónir punda.

Forseti félagsins biðlar til stuðningsmanna um sms-áheit þar sem að ágóðinn færi í það að eiga fyrir launum Özil.

„Við erum með beiðni til stuðningsmanna okkar. Haldið áfram að styðja okkur, við reiðum okkur einnig á ykkar fjárhagsstuðning,“ sagði Ali Koc, forseti Fenerbache.

Ali vill að stuðningsmenn slá met með fjölda sms-áheita í átakinu sem hefur fengið heitið Mesutol. Hvert sms mun kosta í kringum 2 pund.

Fenerbache er skuldum vafið félag, Daily Mail, greinir frá því að tyrkneska félagið sé að glíma við skuldir sem nema rúmum 460 milljónum punda.

Özil mun gera þriggja og hálfs árs samning við tyrkneska félagið og heimildir herma að hann muni vera á töluvert lakari launum en hann var á hjá Arsenal.

Vikulaun Özil  hjá Arsenal voru í kringum 350.000 pund á viku en þau verða um 67.300 pund á viku hjá Fenerbache.

Özil spilaði ekkert með Arsenal á tímabilinu, síðasti leikur hans fyrir enska félagið var í mars árið 2020. Hann hefur verið utan hóps í öllum helstu keppnum sem félagið tekur þátt í. Hann var ekki í áætlunum Mikel Arteta, knattspyrnustjóra félagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann