fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Skuldum vafið Fenerbache biðlar til stuðningsmanna um áheit – Virðast ekki eiga fyrir launapakka Özil

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 12:57

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn tyrkneska félagsins Fenerbache, biðla til stuðningsmanna liðsins að leggja félaginu lið í því verkefni að eiga fyrir launapakka Mesut Özil, með því að senda inn sms-áheit.

Özil er við það að ganga til liðs við liðið eftir að hafa samið við Arsenal um riftun á samningi sínum þar. Launapakki Özil í heildina á samningstímanum við Fenerbache eru rúmar 13 milljónir punda.

Forseti félagsins biðlar til stuðningsmanna um sms-áheit þar sem að ágóðinn færi í það að eiga fyrir launum Özil.

„Við erum með beiðni til stuðningsmanna okkar. Haldið áfram að styðja okkur, við reiðum okkur einnig á ykkar fjárhagsstuðning,“ sagði Ali Koc, forseti Fenerbache.

Ali vill að stuðningsmenn slá met með fjölda sms-áheita í átakinu sem hefur fengið heitið Mesutol. Hvert sms mun kosta í kringum 2 pund.

Fenerbache er skuldum vafið félag, Daily Mail, greinir frá því að tyrkneska félagið sé að glíma við skuldir sem nema rúmum 460 milljónum punda.

Özil mun gera þriggja og hálfs árs samning við tyrkneska félagið og heimildir herma að hann muni vera á töluvert lakari launum en hann var á hjá Arsenal.

Vikulaun Özil  hjá Arsenal voru í kringum 350.000 pund á viku en þau verða um 67.300 pund á viku hjá Fenerbache.

Özil spilaði ekkert með Arsenal á tímabilinu, síðasti leikur hans fyrir enska félagið var í mars árið 2020. Hann hefur verið utan hóps í öllum helstu keppnum sem félagið tekur þátt í. Hann var ekki í áætlunum Mikel Arteta, knattspyrnustjóra félagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Í gær

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Í gær

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“