Föstudagur 05.mars 2021
433Sport

Tvö mörk frá Zlatan sáu um Cagliari – AC Milan á toppnum

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 21:38

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cagliari tók á móti AC Milan í 18. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með 2-0 sigri AC Milan.

Það var hinn 39 ára gamli Zlatan Ibrahimovic, sem skoraði bæði mörk AC Milan á 7. og 52. mínútu. Hann hefur nú skorað 12 mörk í 8 leikjum í deildinni á þessu tímabili.

Alexis Saelemaekers, leikmaður AC Milan, fékk að líta sitt annað gula spjald á 74. mínútu og því þurfti liðið að leika einum manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom þó ekki að sök.

Sigur AC Milan sér til þess að liðið situr í 1. sæti deildarinnar með 43 stig og þriggja stiga forystu á nágranna sína í Inter Milan.

Cagliari 0 – 2 AC Milan 
0-1 Zlatan Ibrahimovic (‘7, víti)
0-2 Zlatan Ibrahimovic (’52)
Rautt spjald: Alexis Saelemaeker, AC Milan (’74)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Telja að Solskjær sé klár í að selja þessa fjóra í sumar

Telja að Solskjær sé klár í að selja þessa fjóra í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óttast að Gerrard fari og taki við Liverpool

Óttast að Gerrard fari og taki við Liverpool
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Jafntefli í Íslendingaslag

Meistaradeild Evrópu: Jafntefli í Íslendingaslag
433Sport
Í gær

Buffon gæti lagt hanskana á hilluna í sumar

Buffon gæti lagt hanskana á hilluna í sumar
433Sport
Í gær

Ætlaði að styðja við baráttu samkynhneigðra en hætti snögglega við

Ætlaði að styðja við baráttu samkynhneigðra en hætti snögglega við
433Sport
Í gær

Gátu ekki borgað Manchester United – Þurfa að finna peninga eða láta Solskjær fá leikmann

Gátu ekki borgað Manchester United – Þurfa að finna peninga eða láta Solskjær fá leikmann