fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Segist sjá í gegnum blekkingar Klopp

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 13:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Clattenburg, fyrrverandi knattspyrnudómari í ensku úrvalsdeildinni segist sjá í gegnum þá afvegaleiðingu Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool um að hann nýti sér ekki hugarleiki gegn andstæðingum sínum fyrir leiki.

Jurgen Klopp, segist ekki hafa þá færni sem þarf til að spila slíka leiki. Mark Clattenburg svarar þessum fullyrðingum Klopp í pistli sem birtist í Daily Mail.

„Þannig þetta er þá sami Klopp og við sjáum stara á upphitun andstæðinganna fyrir leiki?“ spyr Clattenburg í pistli sínum.

Clattenburg, telur að Klopp sé ekki að gefa sér nógu mikið hrós fyrir þessa færni sína í hugarleikjum. Hann viti alveg nákvæmlega hvað hann er að gera og þess vegna sé hann einn besti knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi.

Clattenburg og Klopp hafa átt í samskiptum í gegnum pistla og viðtöl á síðustu dögum. Sá fyrrnefndi nefndi það í pistli á fimmtudaginn að Klopp væri að leika hugarleiki með því að benda á þann fjölda vítaspyrna sem Manchester United hefur fengið undanfarið.

Clattenburg sagði þá að slíkir hugarleikir hefðu ekki sést síðan að Sir Alex Ferguson var knattspyrnustjóri Manchester United. Klopp svaraði þessum skrifum Clattenburg með því að segja „Ég er ekki Sir Alex.“

Liverpool og Manchester United mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár