fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Fylgjast vel með veðurspánni – Ekki útilokað að leikið verði á föstudag

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 11:30

Sölvi og Kári á góðri stundu. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aftaka veðurspá er fyrir laugardaginn þegar síðasta umferðin í efstu deild karla á að fara fram. Víkingur og Breiðablik berjast um sigur í deildinni og þrjú félög geta enn fallið.

Um allt land er vond veðurspá en spáin á föstudag er miklu betri eins og staðan er í dag. Starfsmenn KSÍ fylgjast vel með veðurspánni en bíða og sjá hvað verður.

„Við fylgjumst með, það verða engar ákvarðanir teknar í dag um neitt,“ sagði Birkir Sveinsson sem er með yfirstjórn yfir móta- og dómaramálum hjá KSÍ.

Spáin fyrir laugardag.

Spáin fyrir föstudag er góð en á sunnudag er spáð vondu veðri þó spáin sé mikið mun betri en á laugardag.

Birkir segist ekki útiloka það að leikirnir verði færðir og þá mögulega til föstudags. „Ég ætla ekki að útiloka neitt, við erum að fylgjast. Það er ekki hægt að að taka ákvörðun í dag um veðurspá sem er fyrir laugardaginn,“ sagði Birkir. Líklega verður málið skoðað betur á morgun.

Spáin fyrir föstudag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins
433Sport
Fyrir 3 dögum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 3 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak