fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Tíu leikmenn Man Utd töpuðu í Sviss – Hræðileg sending Lingard dýr

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 18:47

Leikmenn Young Boys ærðust úr fögnuði. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með tveimur leikjum.

Young Boys 2-1 Man Utd

Young Boys gerði sér lítið fyrir og sigraði Manchester United í fyrsta leik liðanna í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Leikið var í Sviss.

Gestirnir léku vel fyrstu mínútur leiksins. Þeir komust yfir á 13. mínútu þegar Cristiano Ronaldo kom boltanum í netið eftir frábæra sendingu inn fyrir frá Bruno Ferndandes.

Cristiano Ronaldo skorar mark sitt. Mynd/Getty

Á 35. mínútu breyttist leikurinn mikið. Þá fékk Aaron Wan-Bissaka, bakvörður Man Utd, beint rautt spjald fyrir klaufalega tæklingu á Christopher Martins.

Gestirnir frá Manchester fóru þó með 0-1 forystu inn í hálfleikinn.

Manni fleiri voru Young Boys betri í seinni hálfleik. Nicolas Moumi Ngamaleu skoraði verðskuldað jöfnunarmark fyrir þá á 66. mínútu. Hann stýrði þá fyrirgjöf Silvan Hefti í netið.

Heimamenn voru líklegri aðilinn til að finna sigurmark leiksins. Það kom svo á fimmtu mínútu uppbótartímans. Þá átti varamaðurinn Jesse Lingard hræðilega sendingu til baka sem Jordan Siebatcheu komst inn í og skoraði. Lokatölur 2-1.

Sevilla 1-1 Salzburg

Í G-riðli gerðu Sevilla og Salzburg 1-1 jafntefli á Spáni.

Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og úr vítaspyrnum.

Luka Sucic kom gestunum yfir á 21. mínútu. Á 41. mínútu jafnaði Ivan Rakitic fyrir Sevilla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Age Hareide er látinn

Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“
433Sport
Í gær

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta
433Sport
Í gær

Salah æðið heldur áfram í Egyptalandi – 99 prósent þjóðarinnar styðja hann

Salah æðið heldur áfram í Egyptalandi – 99 prósent þjóðarinnar styðja hann