Bjarni Mark Antonsson var í byrjunarliði Brage sem tók á móti Landskrona í 19. umferð sænsku b-deildarinnar í dag.
Seth Hellberg, miðjumaður Brage, skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu. Brage siglir lignan sjó um miðja deild en liðið er í 9. sæti með 21 stig. Landskrona er í 5. sæti með 31 stig.