Kólumbíski framherjinn Radamel Falcao er mættur aftur í spænsku úrvalsdeildina en kappinn samdi við Rayo Vallecano. BBC segir frá.
Falcao lék með Atletico Madrid á árunum 2011-2013 áður en hann gekk til liðs við Monaco á Frakklandi og síðar Mancehster United og Chelsea.
Hann lék síðast með tyrkneska liðinu Galatasary og skoraði 19 mörk í 34 leikjum. Falcao var hins vegar mikið meiddur á sínum tveimur tímabilum með liðinu og samning hans við félagið var rift á dögunum.