fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Lengjudeild kvenna: KR upp í efstu deild – Augnablik vann Gróttu

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 4. september 2021 19:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag. Topplið KR og Afturelding unnu sigra á meðan að Víkingur R. sótti þrjú stig í Kaplakrika og Augnablik vann Gróttu í botnbaráttuslag.

Topplið KR tók á móti Haukum í Vesturbænum. Þær Ísabella Sara Tryggvadóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir skoruðu mörk KR-inga á tveggja mínútna kafla og tryggðu þar með liðinu sæti í efstu deild á næsta tímabili.

Afturelding hélt í við KR með 3-0 sigri á ÍA á Skaganum. Þær Ragna Guðrún Guðmundsdóttir, Jade Gentile og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skoruðu mörkin en Afturelding er í 2. sæti með 37 stig, stigi á undan FH í 3. sæti en liðin mætast í sannkölluðum úrslitaleik í síðustu umferð Lengjudeildarinnar.

Víkingar unnu 4-2 sigur á FH í Kaplakrika. Brittney Lawrence kom FH Í forystu eftir tæpan 10. mínútna leik en Nadía Atladóttir skoraði þrennu fyrir Víkinga og Hulda Ösp Ágústsdóttir skoraði eitt áður en Elísa Lana Sigurjónsdóttir klóraði í bakkann fyrir FH þegar að sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Slæmt tap fyrir FH en liði getur komist upp um deild með sigri á Aftureldingu í næstu viku. Víkingar eru í 4. sæti með 28 stig.

Þá vann Augnablik 2-1 sigur á Gróttu í botnslagnum. Lovísa Scheving kom Gróttu í forystu á 15. mínútu en Díana Ásta Guðmundsdóttir jafnaði fyrir Augnablik tíu mínútum síðar. Viktoría París skoraði sigurmarkið eftir tæpan klukkutíma leik og Augnablik er í 9. sæti með 14 stig, tveimur stigum á eftir Gróttu í síðasta örugga sætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klár í slaginn London í kvöld en þarf að svara til saka fyrir fimm nauðganir í fyrramálið

Klár í slaginn London í kvöld en þarf að svara til saka fyrir fimm nauðganir í fyrramálið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal mætir haltrandi til Spánar – Margir lykilmenn frá vegna meiðsla

Arsenal mætir haltrandi til Spánar – Margir lykilmenn frá vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Í gær

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Í gær

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“