Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Fram varð Lengjudeildarmeistari með 2-0 sigri á Grindavík á meðan að Fjölnir vann útisigur á Kórdrengjum. Þá vann Vestri 2-0 sigur á Þór.
Albert Hafsteinsson skoraði bæði mörk Framara þegar liðið sótti Grindavík heim og tryggði sér þar með Lengjumeistaratitilinn. Fram hefur átt frábært tímabil í ár en liðið hefur ekki tapað leik og unnið 16 af sínum 19 leikjum í deildinni.
Fjölnismenn mættu ákveðnir til leiks gegn Kórdrengjum á Domusnovavellinum. Sigurpáll Melberg Pálssoon kom Fjölni yfir eftir tæpan 20. mínútna leik. Hans Viktor Guðmundsson kom Fjölni í 3-0 með tveimur mörkum á níu mínútna kafla. Ásgeir Frank Ásgeirsson klóraði í bakkann fyrir Kórdrengi en Viktor Andri Hafþórsson gerði endanlega út um leikinn með marki í uppbótartíma.
Kórdrengir eru í 3. sæti með 37 stig, fjórum stigum á eftir ÍBV sem er í 2. sæti en á tvo leiki til góða á Kórdrengi.
Vestri 2-0 sigur gegn Þór á heimavelli. Þeir Chechu Meneses og Benedikt V Wáren skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Vestri er í 6. sæti með 29 stig. Þór er í 10 sæti með 20 stig.