fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Kári sló á létta strengi með Eið Smára í salnum: „Hógvær, ólíkt pabba sínum“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 4. september 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Lucas Guðjohnsen er í leikmannahópi Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Andri Lucas lék sinn fyrsta A-landsleik á fimmtudag gegn Rúmeníu.

Þessi 19 ára sóknarmaður er gríðarlega efnilegur og virðist eiga mjög bjarta framtíð fyrir sér. „Mér finnst það frábært, þetta er stór hópur. 40 manna hópur, þú ert einn af 40 hjá Real Madrid,“ sagði Arnar Þór Viðarsson á fréttamannafundi í dag.

Arnar notaði tímann til að benda á að mikið af efnilegum leikmönnum er til staðar þó útlitið sé svart í dag.

„Ef við förum alla leið til baka, þá áttum við nokkra leikmenn á þessum aldri sem voru á mjög góðum stað á þeim tímapunkti á þeirra ferli. Það er það sem við erum að reyna að tengja við, þetta er framtíðin. Þetta eru ekki bara 2002, 2003 og 2004 strákar. Heldur þeir sem eru ögn eldri líka, þeir eru að taka rétt skref. Réttu skrefin í klúbbunum eru ekki þau sömu og með landsliðið. Augnablikin í landsliðinu eru mikilvægari, það er auðveldara að gera mistök í félagsliðum. Í landsliðinu er það ekki í boði, þú lærir það bara inni á vellinum.“

„Við vitum alveg hvað Andri Lucas getur og getur gert,“ sagði ARnar.

Kári Árnason var einnig spurður út í Andra Lucas. „Hann er flottur, staðið sig vel á æfingum. Hógvær, ólíkt pabba sínum,“ sagði Kári og glott enda sat Eiður Smári aftast í salnum.

Kári hefur hrifist af Andra á æfingum síðustu daga. „Rosalega flottur og metnaðarfullur, hann á bara eftir að bæta sig. Þetta er frábært skref fyrir hann. Hann er í myndinni hjá Real Madrid, hvorki meira né minna. Hann á framtíðina fyrir sér, halda áfram og þyngja sig með lyftingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi
433Sport
Í gær

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?
433Sport
Í gær

Coutinho losnaði loksins frá Villa

Coutinho losnaði loksins frá Villa