fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Kári sló á létta strengi með Eið Smára í salnum: „Hógvær, ólíkt pabba sínum“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 4. september 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Lucas Guðjohnsen er í leikmannahópi Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Andri Lucas lék sinn fyrsta A-landsleik á fimmtudag gegn Rúmeníu.

Þessi 19 ára sóknarmaður er gríðarlega efnilegur og virðist eiga mjög bjarta framtíð fyrir sér. „Mér finnst það frábært, þetta er stór hópur. 40 manna hópur, þú ert einn af 40 hjá Real Madrid,“ sagði Arnar Þór Viðarsson á fréttamannafundi í dag.

Arnar notaði tímann til að benda á að mikið af efnilegum leikmönnum er til staðar þó útlitið sé svart í dag.

„Ef við förum alla leið til baka, þá áttum við nokkra leikmenn á þessum aldri sem voru á mjög góðum stað á þeim tímapunkti á þeirra ferli. Það er það sem við erum að reyna að tengja við, þetta er framtíðin. Þetta eru ekki bara 2002, 2003 og 2004 strákar. Heldur þeir sem eru ögn eldri líka, þeir eru að taka rétt skref. Réttu skrefin í klúbbunum eru ekki þau sömu og með landsliðið. Augnablikin í landsliðinu eru mikilvægari, það er auðveldara að gera mistök í félagsliðum. Í landsliðinu er það ekki í boði, þú lærir það bara inni á vellinum.“

„Við vitum alveg hvað Andri Lucas getur og getur gert,“ sagði ARnar.

Kári Árnason var einnig spurður út í Andra Lucas. „Hann er flottur, staðið sig vel á æfingum. Hógvær, ólíkt pabba sínum,“ sagði Kári og glott enda sat Eiður Smári aftast í salnum.

Kári hefur hrifist af Andra á æfingum síðustu daga. „Rosalega flottur og metnaðarfullur, hann á bara eftir að bæta sig. Þetta er frábært skref fyrir hann. Hann er í myndinni hjá Real Madrid, hvorki meira né minna. Hann á framtíðina fyrir sér, halda áfram og þyngja sig með lyftingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klár í slaginn London í kvöld en þarf að svara til saka fyrir fimm nauðganir í fyrramálið

Klár í slaginn London í kvöld en þarf að svara til saka fyrir fimm nauðganir í fyrramálið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal mætir haltrandi til Spánar – Margir lykilmenn frá vegna meiðsla

Arsenal mætir haltrandi til Spánar – Margir lykilmenn frá vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Í gær

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Í gær

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“