fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Víkingar lögðu Stjörnuna í Garðabæ

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 21:46

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur vann góðan útisigur gegn Stjörnunni í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir strax á 5. mínútu eftir slæm mistök Haralds Björnssonar í marki Stjörnunnar.

Heimamenn jöfnuðu metin eftir hálftíma leik. Hilmar Árni Halldórsson skoraði þá eftir stoðsendingu frá Þorsteini Má Ragnarssyni.

Stuttu síðar fengu Víkingar víti. Boltinn fór þá í höndina á Brynjari Gauta Guðjónssyni innan teigs. Hansen fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Stjarnan jafnaði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks með marki frá Tristani Frey Ingólfssyni. Markið var einstaklega flott af löngu færi.

Staðan í hálfleik var 2-2.

Sigurmark leiksins kom í upphafi seinni hálfleiks. Júlíus Magnússon gerði það fyrir Víkinga. Markið skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Pablo Punyed. Lokatölur 2-3.

Víkingur er með 7 stig eftir þrjár umferðir. Stjarnan er aðeins með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mike segir Víkinga eiga besta leikmann Pepsi Max-deildarinnar – ,,Var ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut í íslenskum fótbolta fyrir þetta tímabil“

Mike segir Víkinga eiga besta leikmann Pepsi Max-deildarinnar – ,,Var ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut í íslenskum fótbolta fyrir þetta tímabil“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tómas Þór rifjaði upp þegar hann laug að fyrrum stjörnu Man Utd – ,,Hef ekki þorað að tala við hann síðan“

Tómas Þór rifjaði upp þegar hann laug að fyrrum stjörnu Man Utd – ,,Hef ekki þorað að tala við hann síðan“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu svakalegt mark Rúnars í Meistaradeildinni í gær

Sjáðu svakalegt mark Rúnars í Meistaradeildinni í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Seldu útrunninn bjór á afslætti og skoðanir fólks eru skiptar – ,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu?“

Seldu útrunninn bjór á afslætti og skoðanir fólks eru skiptar – ,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu?“
433Sport
Í gær

Sjáðu stórkostlegt mark Andreas Pereira í kvöld – Líkt við Scholes

Sjáðu stórkostlegt mark Andreas Pereira í kvöld – Líkt við Scholes
433Sport
Í gær

Midtjylland hafði betur gegn Celtic – Tvö önnur Íslendingalið áfram

Midtjylland hafði betur gegn Celtic – Tvö önnur Íslendingalið áfram
433Sport
Í gær

Telur að Varane geti átt erfitt í ensku deildinni – „Hann er vanur að spila 8 erfiða leiki á tímabili”

Telur að Varane geti átt erfitt í ensku deildinni – „Hann er vanur að spila 8 erfiða leiki á tímabili”
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Chelsea vilja að Drinkwater fái tækifæri á tímabilinu

Stuðningsmenn Chelsea vilja að Drinkwater fái tækifæri á tímabilinu