fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

„Það er sjálfstraust í liðinu“

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 26. apríl 2021 20:30

Thomas Tuchel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea mætir Real Madrid á Spáni á morgun í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea sem áttu nokkuð slaka byrjun á tímabilinu hafa verið frábærir undir stjórn Tuchel og eru á góðu róli í deildinni, komnir í úrslitaleik FA bikarsins og undanúrslit Meistaradeildarinnar. Tuchel er spenntur fyrir leiknum á morgun og hefur fulla trú á sínum mönnum:

„Kannski er reynsluleysi í hópnum en við bætum upp fyrir það með hungri og áhuga,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Ef við náum ekki að spila okkar besta leik þá leyfum við mótspilurum okkar að spila þeirra besta leik sem er slæmt og það má ekki gerast.

„Allir í liðinu eru nánir, ég finn það á strákunum. Þeir eru duglegir í leikjum og tilbúnir að vinna og þjást saman. Þegar það er nauðsynlegt að svara og berjast þá gera þeir það. Það er sjálfstraust í liðinu.“

„Við höfum átt erfiða og mikilvæga leiki undanfarið í ensku úrvalsdeildinni og FA bikarnum sem er mikilvægt. Þess vegna er þetta réttur tími til að spila leikinn. Við erum hungraðir.“

Tuchel er reyndur þjálfari í Meistaradeildinni en hann leiddi PSG til úrslita í fyrra og tók þátt í mörgum Evrópukvöldum þegar hann var hjá Dortmund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands