fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Ronaldo skoðar tvo kosti ef fjárhagsvandræði gera vart við sig

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar á Ítalíu segja frá því að Cristiano Ronaldo skoði tvo kosti í sumar ef Juventus telur sig ekki getað borgað laun hans á næstu leiktíð.

Juventus vill helst losna við Ronaldo í sumar en launapakki hans er slíkur að félagið ræður illa við hann í núverandi ástandi.

Framtíð Ronaldo hefur mikið verið til umræðu síðustu vikur eftir að Juventus féll úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ítalskir miðlar segja að Ronaldo viti af þessari stöðu og skoði nú tvo kosti, um sé að ræða PSG og Manchester United. Juventus er samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu tilbúið að selja Ronaldo fyrir 26 milljónir punda í sumar.

Ronaldo er með 27 milljónir punda í árslaun en United er sagt tilbúið að borga honum helming þess ef hann kemur til félagsins í sumar.

Ronaldo er 36 ára gamall en hann yfirgaf United fyrir 12 árum síðan og gekk þá í raðir Real Madrid, hann er á sínu þriðja tímabili hjá Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands