Fjölmiðlar á Ítalíu segja frá því að Cristiano Ronaldo skoði tvo kosti í sumar ef Juventus telur sig ekki getað borgað laun hans á næstu leiktíð.
Juventus vill helst losna við Ronaldo í sumar en launapakki hans er slíkur að félagið ræður illa við hann í núverandi ástandi.
Framtíð Ronaldo hefur mikið verið til umræðu síðustu vikur eftir að Juventus féll úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Ítalskir miðlar segja að Ronaldo viti af þessari stöðu og skoði nú tvo kosti, um sé að ræða PSG og Manchester United. Juventus er samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu tilbúið að selja Ronaldo fyrir 26 milljónir punda í sumar.
Ronaldo er með 27 milljónir punda í árslaun en United er sagt tilbúið að borga honum helming þess ef hann kemur til félagsins í sumar.
Ronaldo er 36 ára gamall en hann yfirgaf United fyrir 12 árum síðan og gekk þá í raðir Real Madrid, hann er á sínu þriðja tímabili hjá Juventus.