Wolves tók á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 4-0 sigri Burnley en leikið var á heimavelli Úlfanna, Molineux.
Jóhann Berg Guðmundsson, var á meðal varamanna Burnley og kom ekkert við sögu í leiknum.
Fyrsta mark leiksins, leit dagsins ljós á 15. mínútu þegar að Chris Wood kom Burnley yfir eftir stoðsendingu frá Matthew Lowton.
Sex mínútum síðar var Wood aftur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu gestanna með marki eftir stoðsendingu frá Dwight McNeil.
Wood innsiglaði síðan þrennu sína með marki á 44. mínútu og Ashely Westwood tryggði Burnley 4-0 sigur með marki á 85. mínútu.
Burnley situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 36 stig. Wolves er í 12. sæti með 41 stig.