fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Þrenna frá Chris Wood kom Burnley á bragðið gegn Úlfunum

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 25. apríl 2021 12:52

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wolves tók á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 4-0 sigri Burnley en leikið var á heimavelli Úlfanna, Molineux.

Jóhann Berg Guðmundsson, var á meðal varamanna Burnley og kom ekkert við sögu í leiknum.

Fyrsta mark leiksins, leit dagsins ljós á 15. mínútu þegar að Chris Wood kom Burnley yfir eftir stoðsendingu frá Matthew Lowton.

Sex mínútum síðar var Wood aftur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu gestanna með marki eftir stoðsendingu frá Dwight McNeil.

Wood innsiglaði síðan þrennu sína með marki á 44. mínútu og Ashely Westwood tryggði Burnley 4-0 sigur með marki á 85. mínútu.

Burnley situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 36 stig. Wolves er í 12. sæti með 41 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina