fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Stórt skref tekið í Englandi í dag – 8000 stuðningsmenn saman komnir á Wembley

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 25. apríl 2021 15:44

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sannkallaður gleðidagur fyrir knattspyrnuáhugamenn í Englandi í dag. Nú eigast við Manchester City og Tottenham í úrslitaleik enska deildarbikarsins. Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley.

Leikurinn er ekki það eina stóra við daginn, heldur einnig sú staðreynd að 8000 stuðningsmenn eru saman komnir á Wembley til að styðja sitt lið áfram. Þetta er aðeins í annað skipti síðan að Covid-19 heimsfaraldurinn hófst, að áhorfendum er hleypt inn á Wembley.

GettyImages

Þetta er liður í áætlunum breskra stjórnvalda um að aflétta fjöldatakmörkunum þar í landi í skrefum. Leikurinn í dag er hluti af verkefni þar sem verið er að skoða hvernig til tekst að leyfa slíkujm fjölda að horfa á íþróttaviðburð.

Í næsta mánuði er gert ráð fyrir 21.000 áhorfendum á úrslitaleik enska bikarsins þar sem Leicester og Chelsea mætast.

GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina