fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Laporte: „Viljum halda þessum takti og vinna fleiri titla“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 25. apríl 2021 17:38

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var miðvörðurinn Aymeric Laporte, sem tryggði Manchester City, enska deildarbikarinn með marki í úrslitaleik keppninnar gegn Tottenham í dag.

Laporte segir að Manchester City sé hungrað í fleiri titla á tímabilinu og að liðið muni ekki hætta núna.

„Þetta er sérstakt fyrir okkur. Eftir að við féllum úr leik í enska bikarnum þurftum við að finna sjálfstraust og halda áfram. Síðustu tvo mánuði höfum við verið að spila mjög vel. Nú viljum við halda þessum takti og vinna fleiri titla,“ sagði Laporte eftir leik.

City var sterkari aðilinn í leiknum í dag en Laporte vissi að það yrði erfitt að brjóta vörn Tottenham á bak aftur.

„Þetta var erfitt í dag, Tottenham er með gott lið og þetta átti alltaf eftir að vera erfitt. Í dag gerðum við mjög vel,“ sagði Laporte í viðtali eftir leik en Manchester City átti sigurinn skilið enda betra liðið í dag.

8000 áhorfendur voru leyfðir á Wembley í dag og það gladdi Laporte.

„Við erum svo ánægðir með að fá stuðningsmenn okkar aftur á völlinn. Það hefði verið frábært ef fleiri hefðu geta mætt en við erum einnig þakklátir fyrir þeirra stuðning,“ sagði Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, eftir að liðið tryggði sér sigur í enska deildarbikarnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Í gær

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“