fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Ísak reyndist hetja Norrköping í sigri á Halmstad

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 25. apríl 2021 14:56

Ísak í leik með Norrköping. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norrköping tók á móti Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri Norrköping.

Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhannesson, voru báðir í byrjunarliði Norrköping í leiknum.

Halmstad komst yfir strax á 4. mínútu leiksins með marki frá Marcus Antonsson.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 64. mínútu þegar að Samuel Adegbenro, jafnaði leikinn fyrir Norrköping með marki eftir stoðsendingu frá Ísaki Bergmanni.

Sigurmark leiksins kom hins vegar á 79. mínútu og það skoraði Ísak Bergmann og hann tryggði Norrköping um leið þrjú stig í góðum endurkomusigri.

Norrköping er eftir leikinn í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 4 stig eftir þrjá leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina