Það var erfið stund fyrir Heung Min Son, leikmann Tottenham, á Wembley eftir að dómari leiksins hafði flautað til leiksloka í úrslitaleik enska deildarbikarsins.
Manchester City bar sigur úr býtum í úrslitaleiknum gegn Tottenham, lokatölur 1-0 sigur City.
Tottenham freistaði þess að vinna sinn fyrsta titil síðan árið 2008 en allt kom fyrir ekki.
Það var því skiljanlega erfið stund fyrir leikmenn liðsins þegar flautað var til leiksloka. Þessi stund reyndist Heung Min Son mjög erfið en leikmenn Manchester City reyndu að hugga hann á vellinum.
Gundogan & Foden consoling an upset Son pic.twitter.com/55zhnmzFQo
— Football Daily (@footballdaily) April 25, 2021