fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Sheffield United vann Brighton

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 20:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sheffield United sigraði Brighton, 1-0, í lokaleik dagsins í ensku úrvalseildinni. Lokatölur urðu 1-0.

David McGoldrick kom Sheffield yfir á 19.mínútu. Þá setti hann boltann í markið eftir vandræðagang á meðal varnarmanna Brighton.

Fyrri hálfleikur var annars rólegur. Brighton var mun meira með boltann en gerðu lítið með hann.

Brighton kom boltanum í markið á 57. mínútu en var markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Myndbandsdómgæsla var notuð.

Brighton fékk tækifæri til að jafna leikinn í seinni hálfleiknum en allt kom fyrir ekki.

Sheffield er langneðst í deildinni og er fallið. Brighton er í 16.sæti, 7 stigum fyrir ofan fallsvæðið. Fimm umferðir eru eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina