Real Madrid gerði markalaust jafntefli við Real Betis í La Liga í kvöld. Þeir misstu af tækifæri til þess að jafna nágranna sína í Atletico að stigum á toppi deildarinnar.
Það var ekki mikið um dauðafæri í leiknum. Rodrygo fékk líklega besta færi Real í leiknum þegar skoti hans var blakað yfir markið af Claudio Bravo í marki Betis. Bravo var flottur í leiknum.
Nú er staðan á toppi deildarinnar svo að Real Madrid er í öðru sæti með 71 stig, 2 stigum á eftir Atletico. Atletico á leik til góða. Þá er Real 3 stigum á undan Barcelona og 4 stigum á undan Sevilla. Barca á tvo leiki til góða á Real, Sevilla á einn.