fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Dramatík á Anfield – Newcastle þurfti að koma boltanum tvisvar í netið í uppbótartíma til að jafna

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 13:35

Joe Willock. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Newcastle í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það leit allt út fyrir sigur Liverpool þar til gestirnir jöfnuði í uppbótartíma.

Mark Liverpool kom strax eftir 3 mínútna leik. Boltinn féll þá fyrir Salah á fjærstönginni eftir að fyrirgjöf Sadio Mane hafði farið af varnarmanni Newcastle.

Liverpool hefði getað aukið forystu sína í fyrri hálfleik. Salah, Mane og Diogo Jota fengu allir góð tækifæri til þess en allt kom fyrir ekki. Shaun Longstaff fékk besta færi Newcastle í fyrri hálfleik þegar Allison varði frá honum úr dauðafæri.

Gestirnir komu sterkari inn í byrjun seinni hálfleiks, Joelinton fékk tvö góð færi. Liverpool fékk þá einnig sína sénsa til að gera út um leikinn.

Á  þriðju mínútu uppbótartíma héldu gestirnir að þeir væru að jafna. Það kom hins vegar á daginn að Callum Wilson hafði fengið boltann í höndina í aðdraganda marksins. Dómararnir notuðust við VAR.

Stuttu síðar komu Newcastle-menn boltanum þó aftur í netið og í þetta sinn fékk markið að standa. Joseph Willock, sem hefur verið frábær fyrir Newcastle síðan hann kom á láni frá Arsenal, skoraði jöfnunarmarkið. Dwight Gayle skallaði boltann þá fyrir markið á Willock sem dúndraði boltanum í netið. Ótrúleg dramatík.

Liverpool var heilt yfir betri aðilinn í leiknum en stigunum er skipt á milli liðanna.

Þessi úrslit gætu orðið dýrkeypt fyrir Liverpool í baráttu um Meistaradeildarsæti. Þeir eru nú í sjötta sæti, stigi á eftir Chelsea sem er í því fjórða. Chelsea á eftir að leika einum leik meira.

Newcastle er komið í góð mál, eru í 15.sæti með 9 stiga forskot á Fulham sem er í fallsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina