fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Bayern mistókst að tryggja sér titilinn – Meistaradeildarbaráttan orðin spennandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 15:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikir kláruðust í þýsku Bundesligunni nú rétt í þessu. Bayern mistókst að gulltryggja sér meistaratitilinn, Dortmund heldur í vonina um að ná Meistaradeildarsæti og Union Berlin getur enn komist í Evrópu.

Bayern tapaði óvænt gegn Mainz í dag. Jonathan Burkardt kom heimamönnum í Mainz yfir á 3.mínútu leiksins. Robin Quaison bætti svo í forystu þeirra með marki á 37.mínútu. Robert Lewandowski er mættur aftur eftir meiðsli og hann klóraði í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma. Það var þó of seint, lokatölur 2-1 fyrir Mainz.

Bayern er enn langsefst, með 10 stiga forskot á Leipzig, sem er í öðru sæti. Leipzig á leik til góða. Mainz kom sér aðeins frá fallpakkanum með sigrinum.

Dortmund vann þá gríðarlega mikilvægan sigur á Wolfsburg, 0-2. Erling Braut Haaland skoraði bæði mörk Dortmund í leiknum. Jude Bellingham sá rautt þegar hálftími lifði leiks.

Dortmund er í fimmta sæti, nú aðeins tveimur stigum á eftir Wolfsburg í því þriðja. Frankfurt er í fjórða sæti, stigi á undan Dortmund og stigi á eftir Wolfsburg. Spennandii Meistaradeildarbarátta framundan.

Union Berlin vann góðan sigur á Werder Bremen, 3-1. Joel Pohjanpalo gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Theodor Selassie minnkaði muninn fyrir Werder seint í leiknum.

Union er aðeins stigi frá Evrópusæti eftir leikinn. Leverkusen á þó leik inni, þeir eru í síðasta Evrópusætinu. Werder er í vandræðum, aðeins stigi fyrir ofan fallsvæðið.

Freiburg og Hoffenheim gerðu loks 1-1 jafntefli í þýðingarlitlum leik. Bæði lið sigla nokkuð lignan sjó. Andre Kramaric kom Hoffenheim yfir en Vincenzo Grifo jafnaði fyrir Freiburg úr víti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Í gær

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“