Heiðar Austmann, útvarpsmaður og harður stuðningsmaður Liverpool, var vægast sagt ósáttur með sína menn eftir að hafa misst leik gegn Newcastle í dag niður í jafntefli.
Liverpool virtist vera að sigla sigrinum heim en á 95.mínútu jafnaði Joe Willock fyrir Newcastle. Varnarleikur Liverpool var ekki mikið til að hrópa húrra fyrir í markinu.
Þetta gæti orðið dýrkeypt fyrir Liverpool í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Heiðar fór á Facebook eftir leik og lét óánægju sína í ljós. ,,AUMINGJAR! Allir með tölu aumingjar,“ skrifaði hann. Þarna var hann augljóslega að vísa í leikmenn Liverpool.
Liverpool er í sjötta sæti, stigi á eftir Chelsea sem er í því fjórða. Þá á síðarnefnda liðið leik til góða.
AUMUNGJAR !!! Allir með tölu aumingjar.
Posted by Heiðar Austmann on Saturday, April 24, 2021