Everton vann góðan 0-1 sigu á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í mörk. Bernd Leno, markvörður Arsenal, gaf þeim bláklæddu sigurinn á silfurfati.
Bukayo Saka fékk hvað besta færi Arsenal eftir tæpar 20 mínútur. Hann komst þá í góða stöðu en skaut þó beint á Jordan Pickford í marki Everton. Richarlison fékk fyrsta góða færi Everton í leiknum eftir um hálftíma leik en Leno sá við honum.
Gylfi Þór Sigurðsson, sem spilaði allan leikinn fyrir Everton, átti skot í þverslánna úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
Leikmenn Arsenal héldu að þeir væru að fá vítaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks þegar brotið var á Dani Ceballos innan teigs. Dómarinn benti á punktinn en með aðstoð myndbandsdómgæslu komust dómarar að því að Nicolas Pepe hafi verið rangstæður í aðdraganda vítaspyrnudómsins. Það var tæpt eins og má sjá hér.
Everton tók svo forystuna þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Richarlison sendi þá boltann fyrir markið, beint á Leno sem missti þó boltann inn. Hræðileg mistök.
Lítið gerðist eftir þetta og fóru gestirnir frá Liverpool með flottan sigur í farteskinu frá Emirates-leikvanginum.
Everton er í áttunda sæti, þó aðeins 3 stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætinu. Arsenal er í níunda sæti, 6 stigum á eftir Everton ásamt því að hafa leikið leik meira.