fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Everton enn með í Meistaradeildarbaráttunni eftir flottan sigur á Emirates

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 21:11

Gylfi Þór Sigurðsson og Bernd Leno eftir leik. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton vann góðan 0-1 sigu á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í mörk. Bernd Leno, markvörður Arsenal, gaf þeim bláklæddu sigurinn á silfurfati.

Bukayo Saka fékk hvað besta færi Arsenal eftir tæpar 20 mínútur. Hann komst þá í góða stöðu en skaut þó beint á Jordan Pickford í marki Everton. Richarlison fékk fyrsta góða færi Everton í leiknum eftir um hálftíma leik en Leno sá við honum.

Gylfi Þór Sigurðsson, sem spilaði allan leikinn fyrir Everton, átti skot í þverslánna úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Leikmenn Arsenal héldu að þeir væru að fá vítaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks þegar brotið var á Dani Ceballos innan teigs. Dómarinn benti á punktinn en með aðstoð myndbandsdómgæslu komust dómarar að því að Nicolas Pepe hafi verið rangstæður í aðdraganda vítaspyrnudómsins. Það var tæpt eins og má sjá hér.

Everton tók svo forystuna þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Richarlison sendi þá boltann fyrir markið, beint á Leno sem missti þó boltann inn. Hræðileg mistök.

Lítið gerðist eftir þetta og fóru gestirnir frá Liverpool með flottan sigur í farteskinu frá Emirates-leikvanginum.

Everton er í áttunda sæti, þó aðeins 3 stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætinu. Arsenal er í níunda sæti, 6 stigum á eftir Everton ásamt því að hafa leikið leik meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel