fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Markalaust í Brighton

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 21:09

Danny Welbeck

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brighton tók á móti Everton í lokaleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Hvorugu liðinu tókst að koma knettinum í markið.

Fyrri hálfleikur var fremur rólegur. Markmenn liðanna, Robert Sanchez og Robin Olsen, höfðu lítið fyrir stafni. Tom Davies fékk besta færi Everton eftir um hálftíma leik þegar hann skallaði framhjá marki Brighton. Besta færið hinum megin á vellinum fékk Neal Maupay þegar skot hans fór af Yerri Mina og rétt framhjá. Staðan í hálfleik var markalaus.

Í síðari hálfleik voru það heimamenn sem voru líklegri til að skora en nýttu ekki færin sín til þess. Everton fékk að vísu dauðafæri í uppbótartíma en Alex Iwobi brást bogalistin.

Gylfi Þór Sigurðsson var á sínum stað í byrjunarliði Everton. Hann lék allan leikinn á miðjunni.

Everton hefði með sigri getað gert sig virkilega gildandi í Meistaradeildarbaráttunni. Þeir eru nú 7 stigum á eftir West Ham, sem er í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætinu. Everton á þó leik til góða á liðin fyrir ofan.

Brighton er í 15.sæti, 7 stigum fyrir ofan fallsvæðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Í gær

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar