fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
433Sport

Sigurður Elvar útskýrir málið – Var grillaður út um allan heim en er með hjarta úr gulli

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 11:00

Atvikið sem mikið hefur verið rætt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvik eftir leik Manchester City og Dortmund í Meistaradeild Evrópu í fyrradag vakti mikla furðu. Liðin mættust í Manchester en Kevin de Bruyne kom heimamönnum yfir á 19. mínútu eftir slæm mistök Can sem leyfði City að sækja hratt og de Bruyne kláraði auðveldlega framhjá Hitz í markinu. Á 38. mínútu var umdeilt atvik þegar Bellingham skoraði mark en dómarinn flautaði aukaspyrnu rétt áður en boltinn fór yfir línuna og VAR mátti því ekki skoða atvikið.

Marco Reus jafnaði metin fyrir Dortmund eftir flotta sókn. Jude Bellingham lagði boltann á norska framherjann Haaland sem átti snilldar sendingu inn fyrir með vinstri á Reus sem kláraði örugglega í netið. Fimm mínútum síðar kom Foden Manchester City aftur yfir eftir laglegan undirbúning de Bruyne og Gundogan. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og City því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn en útivallarmark Dortmund gæti reynst mikilvægt.

Atvik eftir leikinn er það sem flestir ræða, annar af aðstoðardómurum leiksins hljóp til Erling Haaland framherja Dortmund og bað hann um áritun eftir leik. Atvikið vakti mikla furðu enda óalgengt að dómarar hlaupi til leikmanna eftir leik og biðji þá um áritun.

Aðstoðardómarinn frá Rúmeníu er hins vegar með hjarta úr gulli og Sigurður Elvar Þórólfsson, fyrrum íþróttafréttamaður hefur útskýrt hvað honum gekk till.

„Það eru margir búnir að grilla rúmenska aðstoðard. sem óskaði eftir áritun frá EB Haaland. Í 17 ár hefur Octavian Sovre safnað slíkum minjagripum fyrir samfélag einhverfra barna og fullorðina í Rúmeníu. Stundum er bara gott að anda áður en hent er í sleggjuna,“ skrifar Sigurður um málið á Twitter.

Octavian selur svo þá merkilegu hluti sem hann safnar í starfi og fjármunirnir renna í góð málefni. „Og slíkar áritnari eru síðan notaðar sem fjáröflun fyrir samtök einhverfra í Rúmeníu. Boðið upp á ýmsum samkomum….,“ skrifar Sigurður á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telur að Kane ráði framtíð sinni

Telur að Kane ráði framtíð sinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Drífa krefst þess að mótmæli heyrist úr Laugardalnum – „Ætla má að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri“

Drífa krefst þess að mótmæli heyrist úr Laugardalnum – „Ætla má að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri“
433Sport
Í gær

Bjarni hefur fengið nóg: „Hug­mynd­in er ekki vit­laus, ef hún virk­ar“

Bjarni hefur fengið nóg: „Hug­mynd­in er ekki vit­laus, ef hún virk­ar“
433Sport
Í gær

Hafði 20 mínútur til að ákveða sig – Einkaþota beið eftir honum

Hafði 20 mínútur til að ákveða sig – Einkaþota beið eftir honum