fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Þekktur maður dæmdur fyrir að smygla tveimur tonnum af kókaíni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 13:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jhon Viáfara fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi, Viáfara ætlaði sér að smygla tveimur tonnum af kókaíni frá Kólumbíu til Bandaríkjanna.

Viáfara er frá Kólumbíu en hann lék með Southampton og Portsmouth á Englandi. Málið hefur verið til rannsóknar í þrjú ár en í dómnum kemur fram að Viáfara hafi verið í samstarfi við glæpahring vegna málsins.

Dómurinn var kveðinn upp í Texas á dögunum en efnið var flutt með hraðskreiðum bátum frá Kólumbíu með viðkomu í Mexíkó og þaðan til Bandaríkjanna.

Talið er að kókaínið sem Viáfara smyglaði til Bandaríkjanna sé virði 3,7 milljarða íslenskra króna. Viáfara lék á Englandi frá 2005 til 2008 en hann lék tugi landsleikja fyrir Kólumbíu.

„Sakborningur þessa mál hafði allan pakkann, hann hafði frægð, fjármuni og sterka stöðu í samfélaginu. Hann ákvað hins vegar að stunda glæpi,“ sagði saksóknari málsins. Í dómnum kemur fram að þetta hafi allt verið gert í samstarfi við Sinaloa glæpahringinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Í gær

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“