fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Víðir dregur fram vonda staðreynd fyrir Ísland vegna fjarveru Gylfa Þórs

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 08:49

Það eru líkur á því að Gylfi spili á Íslandi. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið komið saman í Þýskalandi fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM 2022. Íslenska liðið varð fyrir gríðarlegri blóðtöku í fyrradag þegar Gylfi Þór Sigurðsson afboðaði komu sína í landsleikina þrjá sem fram undan eru. Ástæðan er sú að eiginkona Gylfa á von á þeirra fyrsta barni á allra næstu dögum.

Blóðtakan fyrir Ísland er gríðarleg enda Gylfi verið yfirburðar besti leikmaður liðsins í mörg ár. Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu bendir á magnaða staðreynd um Gylfa og hans mikilvægi í íslenska landsliðinu.

Þar kemur meðal annars fram að Gylfi Þór hafi misst af einum leik af síðustu 52 í undankeppni EM eða HM. Um er að ræða leiki frá árinu 2021 þegar bestu ár Íslands í fótbolta voru að hefjast.

Að auki hefur Gylfi misst af fimm leikjum í Þjóðadeildinni síðustu rúmu tvö ár. Árangur Íslands á Gylfa er vægast sagt slakur en í heildina hefur Gylfi misst af sex leikjum.

„Hvernig hafa þess­ir sex leik­ir endað sem Gylfi hef­ur misst af? Jú, reynd­ar, þeir hafa all­ir tap­ast. Þetta eru töl­ur á blaði, staðreynd­ir, sem vert er að taka al­var­lega,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið.

Ísland mætir Þýskalandi á fimmtudag, Armeníu á sunnudag og Liechtenstein. „Um ára­bil hafa ís­lensk­ir fót­bolta­áhuga­menn rif­ist um hvort Ásgeir Sig­ur­vins­son eða Eiður Smári Guðjohnsen sé besti ís­lenski fót­boltamaður­inn í sög­unni.

„Gylfi er kannski far­inn að banka á þær dyr en það er ef­laust hægt að full­yrða með sterk­um rök­um að hann sé besti eða mik­il­væg­asti leikmaður­inn í sögu ís­lenska landsliðsins,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári