fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Sjáðu skilaboðin sem Knattspyrnusambandið sendi á Eið Smára

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 20:58

Eiður Smári Guðjohnsen. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla er komið til Düsseldorf í Þýskalandi og undirbúningur fyrir 500. leik liðsins frá upphafi er kominn á fullt, leik gegn Þjóðverjum í undankeppni HM 2022 á fimmtudag. Sama dag mætast hin liðin í riðlinum, annars vegar Liechtenstein og Armenía, hins vegar Rúmenía og Norður-Makedónía. Íslenska liðið æfði í gær og í dag og framundan eru æfingar og fundahöld undir stjórn nýs þjálfarateymis.

Leikurinn á fimmtudag fer fram á Schauinsland-Reisen Arena í Duisburg.

Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari liðsins virðist hafa tekið þátt í æfingu liðsins. Eiður Smári líkt og Arnar Þór Viðarsson eru að fara inn í sitt fyrsta verkefni liðsins.

Ögn meiri reynsla er í öðrum aðstoðarmanni, Lars Lagerback sem er mættur aftur en hann stýrði liðinu frá 2011 til 2016 en er nú aðstoðarmaður Arnars.

KSÍ birti skemmtilega mynd af Eiði Smára á æfingu liðsins í Þýskalandi í dag. „Eiður við vitum að þú ert enn með töfrana en núna ertu í þjálfaraliðinu,“ skrifaði sambandið á Twitter.

Færsluna má sjá hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“
433Sport
Í gær

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Í gær

Harðlega gagnrýndur á tímabilinu en ætlar sér að verða sá besti í heimi

Harðlega gagnrýndur á tímabilinu en ætlar sér að verða sá besti í heimi
433Sport
Í gær

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“