fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
433Sport

Segir að United eigi að reka Solskjær ef honum mistekst þetta

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 10:14

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Murphy sérfræðingur um enska boltann og fyrrum leikmaður Liverpool telur að Ole Gunnar Solskjær verði rekinn úr starfi hjá Manchester United ef hann vinnur ekki Evrópudeildina.

United féll úr leik í enska bikarnum um liðna helgi, liðið féll úr leik í átta liða úrslitum gegn Leicester.

Solskjær hefur farið langt í flestum útsláttarkeppnum en rennur oftar en ekki á rassinn þegar úrslitaleikurinn nálgast.

„Þeir geta ekki kennt þreytu um frammistöðuna gegn Leicester, að United sé að berjast í Evrópudeildinni er ekki gott. Félagið veit það og Ole Gunnar veit það,“ sagði Murphy.

„Ég kann vel við Solskjær og ég vil ekki sjá stjóra missa starfið. Liðið hefur bætt sig en Manchester United verður að gera betur. Að komast ekki áfram í Meistaradeildinni var högg fyrir þá. Þeir verða í efstu fjórum sætunum en þar eiga þeir líka að vera.“

United er komið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Granada.

„Ef liðið vinnur ekki Evrópudeildina, verða bara í topp fjórum og búið. Þá eiga þeir að skipta um þjálfara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þung orð Mána sem útilokar ekki að kveikja í Þjóðleikhúsinu verði þetta að veruleika

Þung orð Mána sem útilokar ekki að kveikja í Þjóðleikhúsinu verði þetta að veruleika
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United reynir að losna við Onana á næstu dögum

United reynir að losna við Onana á næstu dögum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Í áfalli þegar hann sá typpið á vini sínum í fyrsta skipti – Kona endaði á sjúkrahúsi því hann var svo stór

Í áfalli þegar hann sá typpið á vini sínum í fyrsta skipti – Kona endaði á sjúkrahúsi því hann var svo stór
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mo Salah veður í stuðningsmenn Liverpool sem settu inn umdeilda færslu

Mo Salah veður í stuðningsmenn Liverpool sem settu inn umdeilda færslu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Andri þurfti að leita annað í sumar – „Það voru eiginlega skýr skilaboð“

Andri þurfti að leita annað í sumar – „Það voru eiginlega skýr skilaboð“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Enn einn Guðjohnsen í landsliðinu – „Þetta er bróðir minn og ég vil allt það besta fyrir hann“

Enn einn Guðjohnsen í landsliðinu – „Þetta er bróðir minn og ég vil allt það besta fyrir hann“