fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Solskjær útskýrir ákvörðun sem margir gagnrýna

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. mars 2021 13:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester City tók á móti Manchester United í 8-liða úrslitum enska bikarsins í gær. Leiknum lauk með 3-1 sigri Leicester en leikið var á heimavelli liðsins, King Power Stadium. Kelechi Iheanacho, kom Leicester yfir með marki á 24. mínútu.

Þannig stóðu leikar þar til á 38. mínútu þegar að Mason Greenwood jafnaði metin fyrir Manchester United með marki eftir stoðsendingu frá Paul Pogba. Youri Tielemans kom Leicester aftur yfir í leiknum á 52. mínútu og það var síðan Kelechi Iheanacho sem innsiglaði 3-1 sigur Leicester með sínu öðru marki í leiknum á 78. mínútu.

Leicester er því komið áfram í undanúrslit bikarsins en Manchester United er úr leik. Bruno Fernandes var einn af þeim sem settur var á bekkinn í leiknum, hefur Ole Gunnar Solskjær fengið gagnrýni fyrir það.

„Það er ástæða fyrir öllu þegar þú velur liðið, Bruno hefur spilað rosalega mikinn fótbolta. Hann setti met í hlaupum og átökum á fimmtudag, hann er mannlegur,“ sagði Solskjær.

„Hann hefur spilað alla leiki, á þriggja eða fjögurra daga fresti. Þetta var tækifæri til að byrja bæði Donny og Paul. Við höfum spilað marga leiki.“

„Bruno vill spila alla leiki en stundum tekur þú ákvörðun um svona hluti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands