fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Segir Solskjær verða rekinn ef Manchester United vinnur ekki Evrópudeildina – „Manchester United á að vera gera betur“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 22. mars 2021 19:03

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pressan er farin að aukast á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United eftir að liðið féll úr leik í enska bikarnum eftir 3-1 tap gegn Leicester City í gær.

Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Liverpool og Fulham, telur að Solskjær verði rekinn takist honum ekki að vinna Evrópudeildina sem er auðveldasta leið Manchester United að titli þetta tímabilið.

„Það að Manchester United sé að keppa í Evrópudeildinni er ekki nógu gott fyrir félagið, fyrst og fremst vita stuðningsmenn liðsins það en Solskjær veit það líka,“ sagði Danny Murphy í viðtali á TalkSport.

Manchester United féll úr leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, á litla sem enga möguleika á sigri í ensku úrvalsdeildinni og er úr leik í bikarkeppnum á Englandi.

„Mér líkar við hann (Solskjær), ég vil ekki sjá knattspyrnustjóra rekna og ég tel að liðið hafi tekið framfaraskref en Manchester United á að vera gera betur.“

„Ef liðið vinnur ekki Evrópudeildina og endar bara í topp fjórum sætunum í ensku úrvalsdeildinni, tel ég að það muni verða stjórabreytingar,“ sagði Danny Murphy á Talksport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Garner aftur til United?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim viðurkennir að tveir lykilmenn gætu kvatt United á næsta ári

Amorim viðurkennir að tveir lykilmenn gætu kvatt United á næsta ári
433Sport
Í gær

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?
433Sport
Í gær

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs
433Sport
Í gær

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Í gær

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“