fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Hvað getur Ísland gert án Gylfa Þórs? – Svona er líklegt byrjunarlið í fyrsta landsleik Arnars

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 21. mars 2021 20:49

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið er nú að koma saman í Þýskalandi fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM 2022. Íslenska liðið varð fyrir gríðarlegri blóðtöku í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson afboðaði komu sína í landsleikina þrjá sem fram undan eru. Ástæðan er sú að eiginkona Gylfa á von á þeirra fyrsta barni á allra næstu dögum.

Blóðtakan fyrir Ísland er gríðarleg enda Gylfi verið yfirburðar besti leikmaður liðsins í mörg ár. Gylfi hefur verið leiðandi í markaskorun en áður var ljóst að Alfreð Finnbogason yrði fjarverandi.

Arnar Þór Viðarsson er að fara inn í sína fyrstu landsleiki og ljóst er að það gerir verkefni hans mikið mun erfiðara að hafa ekki Gylfa Þór og Alfreð til taks.

Arnar Þór hefur úr 23 leikmönnum að velja og verður fróðlegt að sjá hans fyrsta byrjunarlið á fimmtudag. Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið liðsins að mati 433.is eins og staðan er í dag.

Arnar og Eiður Smári Guðjohnsen hafa talað opinskátt um að 4-1-4-1 kerfið sé það sem þeir munu líklegast nota.

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi:
Hannes Þór Halldórsson

Alfons Sampsted
Ragnar Sigurðsson
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon

Aron Einar Gunnarsson

Jóhann Berg Guðmundsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Albert Guðmundsson
Birkir Bjarnason

Jón Daði Böðvarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Í gær

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér