fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Velta því fyrir sér hvort Kolbeinn eigi fleiri líf með landsliðinu – „Eiður Smári hefur eitthvað um það að segja“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 10:30

Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun mun Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari A karla, tilkynna hóp liðsins fyrir leikina þrjá í mars. Arnar stýrir liðinu en aðstoðarmenn hans eru Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerback.

Þetta eru fyrstu leikir Íslands undir stjórn Arnars Þórs og eru þeir allir þrír liður í undankeppni HM 2022, en lokakeppnin fer fram í Katar. Ísland mætir fyrst Þýskalandi, síðan Armeníu og endar svo á leik gegn Liechtenstein, en allir leikirnir fara fram ytra. Þess má geta að leikurinn gegn Þýskalandi verður leikur númer 500 hjá A karla.

Margir bíða spenntir eftir fyrsta landsliðshópi Arnars en ljóst er að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson eru í hópnum, þeir eru ekki í hópi U21 árs landsliðsins sem lak út á netið í dag.

Óskar Ófeigur Jónsson og Ingvi Þór Sæmundsson blaðamenn hjá Vísi skrifa langa og ítarlega grein um möguleika Arnars fyrir valið á hópnum. Eitt af því sem þeir rita um er framtíð Kolbeins Sigþórssonar í landsliðinu. Íslenski framherjinn hefur spilað síðustu leiki með IFK Gautaborg og virðist vera heill heilsu.

Kolbeinn jafnaði markamet íslenska landsliðsins árið 2019 og hefur skorað 26 mörk líkt og Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari liðsins í dag. „Eiður Smári hefur eitthvað um það að segja, sem aðstoðarmaður Arnars Þórs, hvort að Kolbeinn eigi eftir einhver frekari tækifæri með landsliðinu,“ skrifa Ingvi og Óskar Ófeigur um málið á Vísir.is.

Kolbeinn átti mögnuð ár með landsliðinu en eftir Evrópumótið 2016 hefur hann mikið misst út vegna meiðsla. „Kolbeinn var magnaður í tíð Lars Lagerbäck og síðan að hann kom aftur inn eftir langvinn meiðsli hafa menn verið að bíða eftir að uppskera fyrir að gefa honum frekari tækifæri. Sú bið hefur verið löng og ströng og við bíðum enn,“ er skrifað á Vísir.is.

„Það verður því athyglisvert að sjá hvort að Kolbeinn eigi enn inni einhver landsliðslíf og fái tækifæri til að taka metið af Eiði,“ skrifa Ingvi og Óskar Ófeigur um málið en greinina á Vísir.is má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
KSÍ í þjálfaraleit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frá Manchester til Tyrklands

Frá Manchester til Tyrklands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alvarlegar ásakanir á hendur stórstjörnu – Óhugnanlegar hótanir í kjölfar þess að hún neitaði að fara í trekant

Alvarlegar ásakanir á hendur stórstjörnu – Óhugnanlegar hótanir í kjölfar þess að hún neitaði að fara í trekant
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja að Donnarumma fái sitt gamla númer í Manchester

Segja að Donnarumma fái sitt gamla númer í Manchester
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiður Smári segir kostulega sögu af Auðunni Blöndal í New York – „Mig langaði að hverfa“

Eiður Smári segir kostulega sögu af Auðunni Blöndal í New York – „Mig langaði að hverfa“