fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Eiður Smári um staðinn sem hann er á í dag: „Ég sá þetta ekki fyrir sjálfur“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 12:00

Eiður Smári Guðjohnsen. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþáttur 433 fer í loftið á Hringbraut og á vefnum klukkan 21:30 í kvöld. Gestur þáttarins að þessu sinni er Eiður Smári Guðjohnsen.

Eiður er að margra mati besti knattspyrnumaður í sögu Íslands, undir lok ferilsins benti fátt til þess að Eiður væri á leið út í þjálfun. Sjálfur talaði hann eins og ástríðan væri á öðru sviði en það hefur breyst.

Í rúm tvö ár hefur Eiður Smári starfað í þjálfun, hann var aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins sem fór í annað sinn í sögunni inn á Evrópumótið. Hann tók svo við FH síðasta sumar með Loga Ólafssyni og náði góðum árangri í Kaplakrika.

„Ég sá þetta ekki fyrir sjálfur,“ segir Eiður Smári í þætti kvöldsins um skrefið út í þjálfun.

„Ég fann ekki fyrir þessari löngun þegar ég var að spila að fara út í þjálfun. Ég byrja að taka þjálfaragráðurnar og fann fyrir neista þar, svo opnuðust þessi tækifæri og það hefur gengið nokkuð vel“

Eiður er í dag aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en hvernig þjálfari er hann. „Ég held að ég sé blanda af því að vera laufléttur og grjótharður.“

Viðtalið við Eið Smára eins og fyrr segir á Hringbraut klukkan 21:30 í kvöld og á sama tíma á vefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
KSÍ í þjálfaraleit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frá Manchester til Tyrklands

Frá Manchester til Tyrklands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alvarlegar ásakanir á hendur stórstjörnu – Óhugnanlegar hótanir í kjölfar þess að hún neitaði að fara í trekant

Alvarlegar ásakanir á hendur stórstjörnu – Óhugnanlegar hótanir í kjölfar þess að hún neitaði að fara í trekant
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja að Donnarumma fái sitt gamla númer í Manchester

Segja að Donnarumma fái sitt gamla númer í Manchester
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiður Smári segir kostulega sögu af Auðunni Blöndal í New York – „Mig langaði að hverfa“

Eiður Smári segir kostulega sögu af Auðunni Blöndal í New York – „Mig langaði að hverfa“