fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Alfreð ekki búinn að ná sér af meiðslum og verður ekki með íslenska landsliðinu í næsta verkefni

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 19:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg í Þýskalandi og íslenska landsliðsins var í ítarlegu viðtali sem birtist á heimasíðu þýska knattspyrnusambandsins í dag.

Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli og telur ólíklegt að hann verði klár fyrir næsta landsliðsverkefni íslenska landsliðsins. Íslands mætir einmitt Þýskalandi ytra þann 25. mars næstkomandi í undankeppni HM.

„Ég væri á betri stað ef ég væri heill heilsu, gæti spilað gegn Þýskalandi og skorað mark. En því miður er ólíklegt að ég geti spilað. En maður verður þó að vera jákvæður og horfa björtum augum á framtíðina. 

Alfreð spilaði síðast leik fyrir Augsburg í janúar en hefur síðan þá glímt við þrálát meiðsli.

Alfeð hefur átt samtöl við Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara um verkefnið sem er framundan.

„Ég talaði við landsliðsþjálfarann í síðustu viku.  Það lítur allt út fyrir að ég geti ekki tekið þátt í næsta verkefni vegna meiðsla. Kálfinn er enn að valda mér vandræðum.“ 

„Ég er kominn langt á veg í endurhæfingunni, hlutirnir fóru hins vegar ekki alveg eftir áætlun og sökum þess hægðist á bataferlinu. Ég tel samt sem áður að ég muni ná að spila nokkra leiki til viðbótar á tímabilinu,“ sagði Alfreð Finnbogason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
KSÍ í þjálfaraleit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frá Manchester til Tyrklands

Frá Manchester til Tyrklands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alvarlegar ásakanir á hendur stórstjörnu – Óhugnanlegar hótanir í kjölfar þess að hún neitaði að fara í trekant

Alvarlegar ásakanir á hendur stórstjörnu – Óhugnanlegar hótanir í kjölfar þess að hún neitaði að fara í trekant
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja að Donnarumma fái sitt gamla númer í Manchester

Segja að Donnarumma fái sitt gamla númer í Manchester
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiður Smári segir kostulega sögu af Auðunni Blöndal í New York – „Mig langaði að hverfa“

Eiður Smári segir kostulega sögu af Auðunni Blöndal í New York – „Mig langaði að hverfa“