Lionel Messi stjarna Barcelona hefur upplifað mikið áreiti í mörg ár, þessi magnaði knattspyrnumaður getur varla farið út úr húsi án þess að hann sé eltur af stuðningsmönnum og ljósmyndurum.
Í hvert skipti sem Messi yfirgefur æfingasvæði Barcelona er hópast að bifreið hans með myndavélar og síma.
Einn þeirra virðist vera daglegur gestur á æfingasvæðinu og rekur myndavélina alltaf að bifreið Messi.
„Af hverju tekur þú sama myndbandið, þú ert búinn að gera þetta oft. Telur þú það eðlilegt að gera þetta öllum stundum? Hættu,“ sagði Messi við manninn þegar hann keyrði út frá æfingasvæðinu.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Messi has had enough.
“Why do you keep filming the same video if you have already done this many times? Do you think it’s normal doing the same everytime? Stop.” pic.twitter.com/FMqkbSCmTo
— mx (@MessiMX10i) March 13, 2021