Liverpool skuldar Wolves 40 milljónir punda vegna Diogo Jota, þessi öflugi sóknarmaður frá Portúgal mætir á sinn gamla heimavöll í kvöld. Leikur Wolves og Liverpool hefst klukkan 20:00 í kvöld.
Liverpool keypti Jota frá Úlfunum síðast haust en vegna COVID-19 og áhrifa veirunnar á fjárhag félaga fékk Liverpool að skipta greiðslunni ansi hressilega upp.
Liverpool borgaði 4 milljónir punda þegar Jota kom og svo borgaði félagið 1 milljón punda í desember. Kaupverðið er 45 milljónir punda og því á Liverpool eftir að borga um 40 milljónir punda.
Liverpool mun í sumar þurfa að borga 12 milljónir punda eða rúma 2 milljarða íslenskra króna. Greiðslurnar munu svo áfram berast frá Liverpool til Wolves næstu árin.
Jota byrjaði frábærlega hjá Liverpool síðasta haust en meiddist svo nokkuð alvarlega, hann er hins vegar að komast í gang og mun að öllum líkindum byrja í kvöld.