fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Haaland efstur á lista United og þetta eru launin sem hann vill – Ómögulegt að fá Kane

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. mars 2021 12:25

Erling Braut Haaland. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur sett Erling Haaland efstan á lista yfir þá framherja sem félagið ætlar að skoða í sumar. United hefur mikinn áhuga á að kaupa norska framherjann í sumar.

Haaland hefur raðða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund í heilt ár en United reyndi að kaupa Haaland fyrir ári síðan en þá valdi hann Dortmund.

Haaland er tvítugur og samkvæmt Manchester Evening News eru John Murtough yfirmaður knattspyrnumála og Ole Gunnar Solskjær sammála um að leggja allt kapp á að fá Haaland í sumar.

Haaland hefur skorað 47 mörk í 48 leikjum fyrir Dortmund, vitað er að Manchester City hefur mikinn áhuga á að kaupa hann.

Í fréttinni kemur fram að Haaland muni í sumar reyna að fá 350 þúsund pund á viku en forráðamenn Dortmund vilja helst selja hann í sumar. Þeir eru meðvitaðir um að klásúlsan kemur upp í samningi hans 2022, þá mun Haaland kosta um 60 milljónir punda en í sumar gæti Dortmund fengið vel yfir 100 milljónir punda.

Í frétt Manchester Evening News kemur fram að United sé búið að kanna möguleikana á því að kaupa Harry Kane frá Tottenham en það virðist í dag vera útilokað. Kane er með samning til 2024 og Tottenham hefur engan áhuga á að selja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skemmtilegt augnablik á blaðamannafundi dagsins – „Þú átt eftir að skora fyrir mig“

Skemmtilegt augnablik á blaðamannafundi dagsins – „Þú átt eftir að skora fyrir mig“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi Gylfa Þórs hissa á að sjá ekki nafn hans í landsliðshópnum – „Talandi um reynslu“

Fyrrum liðsfélagi Gylfa Þórs hissa á að sjá ekki nafn hans í landsliðshópnum – „Talandi um reynslu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skelltu sér í „blindan fótbolta“ fyrir stórleikinn

Skelltu sér í „blindan fótbolta“ fyrir stórleikinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nú verið með báðum bræðrum sínum í landsliðinu – „Mjög gaman fyrir okkur og fjölskylduna“

Nú verið með báðum bræðrum sínum í landsliðinu – „Mjög gaman fyrir okkur og fjölskylduna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þung orð Mána sem útilokar ekki að kveikja í Þjóðleikhúsinu verði þetta að veruleika

Þung orð Mána sem útilokar ekki að kveikja í Þjóðleikhúsinu verði þetta að veruleika
433Sport
Í gær

United reyndi að kaupa miðjumann á lokadegi gluggans en leikmaðurinn vildi bíða

United reyndi að kaupa miðjumann á lokadegi gluggans en leikmaðurinn vildi bíða
433Sport
Í gær

Í áfalli þegar hann sá typpið á vini sínum í fyrsta skipti – Kona endaði á sjúkrahúsi því hann var svo stór

Í áfalli þegar hann sá typpið á vini sínum í fyrsta skipti – Kona endaði á sjúkrahúsi því hann var svo stór