Wolves tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 1-0 sigri Liverpool en leikið var á Molineux, heimavelli Wolves.
Eina mark leiksins kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var gamli liðsmaður Wolves, Diogo Jota sem kom Liverpool yfir og tryggði liðinu 1-0 sigur.
Liverpool hafði tapað síðustu tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrir leikinn í kvöld og því sigurinn kærkominn. Liðið er sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 46 stig.
Wolves situr í 13. sæti með 35 stig.
Wolves 0 – 1 Liverpool
0-1 Diogo Jota (’45+2)