fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Aubameyang brunaði heim á meðan aðrir voru að æfa í gær

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. mars 2021 09:55

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erkifjendurnir Arsenal og Tottenham mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 2-1 sigri Arsenal en leikið var á heimavelli liðsins, Emirates Stadium. Það var hins vegar Tottenham sem átti fyrsta höggið í leiknum. Erik Lamela kom Tottenham yfir með stórkostlegu marki á 33. mínútu eftir stoðsendingu frá Lucas Moura.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 44. mínútu þegar að Norðmaðurinn Martin Ödegaard, jafnaði metin fyrir Arsenal með marki eftir stoðsendingu frá Kieran Tierney.

Arsenal fékk vítaspyrnu á 64. mínútu. Alexandre Lacazette tók spyrnuna og tryggði Arsenal 2-1 sigur.

Pierre-Emerick Aubameyang fyrirliði Arsenal var settur á bekkinn eftir að hafa mætt of seint í leikinn, þetta var ekki í fyrsta sinn sem fyrirliði Arsenal mætir of seint til leiks.

Aubameyang var fastur í umferð á leið í leikinn en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja ekki fyrr af stað, hann á að vita að umferðin er mikil í London.

AÐ leik loknum var Aubameyang svo fyrstur út úr klefanum, 25 mínútum eftir að leiknum lauk brunaði hann í burtu á Ferrari bílnum sínum. Aðrir leikmenn Arsenal voru enn úti á velli, varamenn tóku þá stutta æfingu og þeir sem byrjuðu leikinn voru að hlaupa sig niður. Ekki er vitað hvort Aubameyang hafi fengið leyfi til að fara fyrr en aðrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skemmtilegt augnablik á blaðamannafundi dagsins – „Þú átt eftir að skora fyrir mig“

Skemmtilegt augnablik á blaðamannafundi dagsins – „Þú átt eftir að skora fyrir mig“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi Gylfa Þórs hissa á að sjá ekki nafn hans í landsliðshópnum – „Talandi um reynslu“

Fyrrum liðsfélagi Gylfa Þórs hissa á að sjá ekki nafn hans í landsliðshópnum – „Talandi um reynslu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skelltu sér í „blindan fótbolta“ fyrir stórleikinn

Skelltu sér í „blindan fótbolta“ fyrir stórleikinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nú verið með báðum bræðrum sínum í landsliðinu – „Mjög gaman fyrir okkur og fjölskylduna“

Nú verið með báðum bræðrum sínum í landsliðinu – „Mjög gaman fyrir okkur og fjölskylduna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þung orð Mána sem útilokar ekki að kveikja í Þjóðleikhúsinu verði þetta að veruleika

Þung orð Mána sem útilokar ekki að kveikja í Þjóðleikhúsinu verði þetta að veruleika
433Sport
Í gær

United reyndi að kaupa miðjumann á lokadegi gluggans en leikmaðurinn vildi bíða

United reyndi að kaupa miðjumann á lokadegi gluggans en leikmaðurinn vildi bíða
433Sport
Í gær

Í áfalli þegar hann sá typpið á vini sínum í fyrsta skipti – Kona endaði á sjúkrahúsi því hann var svo stór

Í áfalli þegar hann sá typpið á vini sínum í fyrsta skipti – Kona endaði á sjúkrahúsi því hann var svo stór