Íslensk landsliðsmaðurinn er búinn að semja við bandaríska MLS liðið New England Revolution. Þetta má lesa út úr Twitter færslu sem félagið setti inn.
Í færslunni er myndband þar sem heyra má hið víðfræga víkingaklapp Tólfunnar sem ómar á leikjum íslenska landsliðsins.
Arnór Ingvi er 27 ára gamall og var síðast á mála hjá sænska liðinu Malmö þar sem hann varð sænskur meistari á síðasta tímabili.
Arnór Ingvi á að baki 37 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur skorað fimm mörk í þeim leikjum.
Einn Íslendingur er fyrir í MLS deildinni. Það er Guðmundur Þórarinsson sem spilar með New York City.
— New England Revolution (@NERevolution) March 15, 2021