fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Segir að það vanti fjölbreytileika í deildina – „Þú getur talið leikmennina sem eru úr minnihlutahóp á annarri hendi“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 14. mars 2021 13:30

Casey Stoney, skjáskot af vef Manchester United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Casey Stoney, stjóri kvennaliðs Manchester United, vill meina að enska úrvalsdeild kvenna sé „mjög hvít“ og að það vanti meiri fjölbreytileika í deildina.

Nýlega var greint frá því að aðeins 10-15 prósent leikmanna í ensku úrvalsdeild kvenna séu svartar, asískar eða úr öðrum minnihlutahópum. Stoney, sem lék á sínum tíma með Arsenal og Liverpool, segir að það þurfi að gera eitthvað til að ýta undir fjölsbreytileika og að deildin þurfi að breytast.

„Ég held að við séum ekki einu sinni nálægt þeim stað sem við eigum að vera á ef ég má vera alveg hreinskilin,“ sagði Stoney í samtali við Sky Sports um málið. „Leikurinn okkar er rosalega hvítur og það þarf að breytast. Við þurfum að skoða og sjá hvar hindranirnar og áskorarnirnar liggja.“

Stoney bendir á skortinn á fjölbreytileikanum í stærstu félögum deildarinnar. „Þú getur talið leikmennina sem eru úr minnihlutahóp á annarri hendi. Ég myndi segja að fjölbreytileikinn sé miklu verri í kvennadeildinni en í karladeildinni. Þetta verður að breytast,“ segir hún.

„Ég vil ekki að leikmönnum líði eins og þeir geti ekki verið í liðinu mínu vegna litarins á húðinni þeirra. Við verðum að hvetja alla til að taka þátt í leiknum. Ef ég sé ekki fólk eins og mig þá væri ég hrædd við að fara í það umhverfi. Við þurfum fyrirmyndir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru