fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Leicester átti ekki í vandræðum með Sheffield United sem stefnir beint niður um deild

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 14. mars 2021 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester City tók á móti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með öruggum 5-0 sigri Leicester en leikið var á King Power vellinum, heimavelli liðsins.

Fyrsta mark leiksins kom á 39. mínútu, það skoraði Kelechi Iheanacho eftir stoðsendingu frá Jamie Vardy.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 64. mínútu þegar að Ayoze Perez tvöfaldaði forystu heimamanna með marki eftir stoðsendingu frá Marc Albrighton.

Kelechi Iheanacho, var síðan aftur á ferðinni er hann bætti við þriðja marki Leicester á 69. mínútu og hann innsiglaði síðan þrennu sína með marki á 86. mínútu.

Á 80. mínútu varð Ethan Ampadu, leikmaður Sheffield United, fyrir því óláni að skora sjálfsmark og það reyndist seinasta mark leiksins sem endaði með 5-0 sigri Leicester.

Leicester er eftir leikinn í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 56 stig. Sheffield er í neðsta sæti með 14 stig og er fjórtán stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru