fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Klopp dregur upp mynd af stöðu mála varðandi Van Dijk og Gomez – „Við vonumst til þess að þeir verði klárir“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 14. mars 2021 13:29

Mynd/Liverpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að miðvarðapar liðsins, þeir Virgil Van Dijk og Joe Gomez, muni líklega missa af Evrópumóti landsliða sem fram fer í sumar.

Báðir leikmennirnir hafa verið lengi frá vegna meiðsla, Van Dijk meiddist á hné í október og Gomez meiddist í landsliðsverkefni með Englandi í nóvember.

„Gomez er ekki farinn að hlaupa, Van Dijk er farinn að hlaupa en þetta er erfið staða,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Evrópumótið fer fram dagana 11. júní til 11. júlí, mótið átti að fara fram síðasta sumar en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það.

Klopp segist ekki myndu standa fyrir því að leikmennirnir færu á mótið, málið snúist ekki um það.

„Það er ekki það að ég vilji ekki leyfa þeim að fara á mótið, þetta snýst allt um umfang þeirra meiðsla. Við vonumst til þess að þeir verði klárir á undirbúningstímabilinu fyrir næsta tímabil.“

„Þetta eru alvarleg meiðsli og nú er ekki tímapunkturinn til þess að ræða hvort þeir geti tekið þátt í einstaka keppnum,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru