fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Klopp dregur upp mynd af stöðu mála varðandi Van Dijk og Gomez – „Við vonumst til þess að þeir verði klárir“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 14. mars 2021 13:29

Mynd/Liverpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að miðvarðapar liðsins, þeir Virgil Van Dijk og Joe Gomez, muni líklega missa af Evrópumóti landsliða sem fram fer í sumar.

Báðir leikmennirnir hafa verið lengi frá vegna meiðsla, Van Dijk meiddist á hné í október og Gomez meiddist í landsliðsverkefni með Englandi í nóvember.

„Gomez er ekki farinn að hlaupa, Van Dijk er farinn að hlaupa en þetta er erfið staða,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Evrópumótið fer fram dagana 11. júní til 11. júlí, mótið átti að fara fram síðasta sumar en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það.

Klopp segist ekki myndu standa fyrir því að leikmennirnir færu á mótið, málið snúist ekki um það.

„Það er ekki það að ég vilji ekki leyfa þeim að fara á mótið, þetta snýst allt um umfang þeirra meiðsla. Við vonumst til þess að þeir verði klárir á undirbúningstímabilinu fyrir næsta tímabil.“

„Þetta eru alvarleg meiðsli og nú er ekki tímapunkturinn til þess að ræða hvort þeir geti tekið þátt í einstaka keppnum,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Í gær

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Í gær

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir