fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Zidane vildi ekki útiloka endurkomu Ronaldo til Real Madrid

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 12. mars 2021 19:30

Cristiano Ronaldo (Juventus) / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, lokaði ekki á þann möguleika að Cristiano Ronaldo, gæti snúið aftur til síns gamla félags í Madrídarborg, er hann var spurður út í leikmanninn á blaðamannafundi.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ronaldo hjá ítalska félaginu Juventus eftir að félagið féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Porto.

Talið er að Juventus vilji losa sig við leikmanninn sem er á ofurlaunum hjá félaginu.

Ronaldo er mikils metin hjá Real Madrid eftir níu farsæl ár í Madrídarborg. Þar skoraði hann 450 mörk í 438 leikjum og vann til fjölda titla.

„Þið vitið hversu mikils metinn, Cristiano Ronaldo er hjá Real Madrid. Þið vitið hversu mikla ástúð við berum til hans. Það sem hann gerði hér var magnað,“ sagði Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid.

„Á þessari stundu er hann leikmaður Juventus og hann hefur gert góða hluti þar. Ég get ekki tjáð mig um aðra hluti en það, bara að hann sé leikmaður Juventus og við verðum að virða það,“ sagði Zidane við blaðamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Í gær

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“