fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Evrópudeildin: Mark í uppbótartíma tryggði AC Milan jafntefli gegn Manchester United

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 19:51

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

16-liða úrslit Evrópudeildarinnar hófust í kvöld með nokkrum leikjum sem byrjuðu klukkan 18:00. 

Manchester United tók á móti AC Milan á Old Trafford í Manchester, um var að ræða fyrri leik liðanna en hann endaði með 1-1 jafntefli.

Það var ungstirnið Amad Diallo sem kom Manchester United yfir með sínu fyrsta marki fyrir aðallið félagsins á 50. mínútu leiksins.

Í uppbótartíma venjulegs leiktíma náði Simon Kjær hins vegar að jafna leikinn fyrir Simon Kjær  og það reyndist síðasta mark leiksins sem endaði með 1-1 jafntefli

Seinni leikur liðanna fer fram þann 18. mars næstkomandi í Mílanó.

Lærisveinar Steven Gerrard hjá Rangers, sem um daginn urðu Skotlandsmeistarar, gerðu 1-1 jafntefli við Slavia Prag á útivelli.

Ajax hafði betur gegn Young Boys frá Sviss, en leikurinn endaði með 2-0 sigri hollenska liðsins.

Þá gerði Villarreal góða ferð til Úkraínu þar sem liðið vann 2-0 sigur á Dynamo Kiyv. Villarreal leikur undir stjórn Unai Emery, fyrrverandi knattspyrnustjóra Arsenal.

Ajax 3 – 0 Young Boys 
1-0 Davy Klaasen (’62)
2-0 Dusan Tadic (’82)
3-0 Brian Brobbey (’90+2)

Dynamo Kiyv 0 – 2 Villarreal 
0-1 Pau Torres (’30)
0-2 Albiol (’52)

Manchester United 1 – 1 AC Milan
1-0 Amad Diallo (’50)
1-1 Simon Kjær (’90+2)

Slavía Prag 1 – 1 Rangers 
1-0 Nicolae Stanciu (‘7)
1-1 Filip Helander (’36)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina