fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Segir Liverpool að selja Salah vilji hann fara

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 7. mars 2021 15:24

Mohamed Salah (Liverpool) / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robbie Fowler, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að sitt gamla félag eigi að selja Mohamed Salah, vilji hann fara að tímabilinu loknu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Salah hjá Liverpool undanfarna mánuði. Egyptinn hefur verið lykilleikmaður hjá félaginu síðustu ár en talið er að Real Madrid og Barcelona vilji fá hann til liðs við sig.

Fowler telur að Liverpool eigi að láta hann fara sé það hans vilji og hámarka þannig hagnaðinn sem félagið gæti hlotið af félagsskiptunum.

„Ég er ekki að skjóta á Salah, ég elska hann en ég tel að félagsskipti leikmanna nú til dags velti að stærstum hluta á því hvað leikmaðurinn vill gera. Ef hann vill fara þá ætti hann að fara,“ sagði Fowler í viðtali hjá Mirror.

Salah hefur skorað 118 mörk í 189 leikjum fyrir Liverpool síðan að hann gekk til liðs við félagið í Bítlaborginni árið 2017 frá ítalska liðinu Roma.

„Klopp hefur sagt svipaða hluti og ég er að segja núna. Hann vill ekki hafa leikmann hjá féalginu sem vill ekki vera þar,“ sagði Robbie Fowler, fyrrum leikmaður Liverpool.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Í gær

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi