fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Er Solskjær að gefast upp á honum? – „Hreyfðu þig Anto“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 08:49

Anthony Martial. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagar Anthony Martial hjá Manchester United gætu senn verið á enda en franski framherjinn hefur verið afar slakur á þessu tímabili. Martial var öflugur á síðustu leiktíð en hefur í ár átt í miklum vandræðum.

Manchester United tók á móti Newcastle United í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Manchester United en leikið var á heimavelli liðsins, Old Trafford. Marcus Rashford kom Manchester United yfir í leiknum með marki á 30. mínútu.

Sex mínútum síðar jafnaði Allan Saint-Maximin, metin fyrir Newcastle og stóðu leikar því í hálfleik, 1-1. Daniel James kom Manchester United yfir með marki á 57. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Það var síðan Bruno sem innsiglaði 3-1 sigur Manchester United með marki úr vítaspyrnu á 75. mínútu.

Martial var í byrjunarliði United en gerði lítið sem ekkert til að hjálpa liði sínu að vinna leikinn, franski framherjinn hreyfðist lítið og eftir því tók Ole Gunnar Solskjær.

„Hreyfðu þig Anto,“ öskraði Solskjær af bekknum og skilaboðin virtust ekki skila sér til framherjans. „Farðu að hreyfa þig,“ öskraði Solskjær þá aftur.

Martial á það til að standa helst til of mikið og hreyfir því ekkert varnarlínu andstæðingana. „Ef þú vilt taka liðið þitt á næsta stall þá gerir þú það ekki með Martial. Þannig horfi ég á þetta,“ sagði Stephen Warnock sem vann fyrir BBC á leiknum.

„Þú þarft framherja sem er í sama gæðaflokki og Bruno Fernandes, þar sem þú veist að þú færð 7-8 í einkunn í hverjum leik. Martial getur gefið þér þrjá eða fjóra í einkunn. Hann er ekki nógu góður ef United ætlar að vinna deildina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“