fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Er Solskjær að gefast upp á honum? – „Hreyfðu þig Anto“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 08:49

Anthony Martial. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagar Anthony Martial hjá Manchester United gætu senn verið á enda en franski framherjinn hefur verið afar slakur á þessu tímabili. Martial var öflugur á síðustu leiktíð en hefur í ár átt í miklum vandræðum.

Manchester United tók á móti Newcastle United í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Manchester United en leikið var á heimavelli liðsins, Old Trafford. Marcus Rashford kom Manchester United yfir í leiknum með marki á 30. mínútu.

Sex mínútum síðar jafnaði Allan Saint-Maximin, metin fyrir Newcastle og stóðu leikar því í hálfleik, 1-1. Daniel James kom Manchester United yfir með marki á 57. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Það var síðan Bruno sem innsiglaði 3-1 sigur Manchester United með marki úr vítaspyrnu á 75. mínútu.

Martial var í byrjunarliði United en gerði lítið sem ekkert til að hjálpa liði sínu að vinna leikinn, franski framherjinn hreyfðist lítið og eftir því tók Ole Gunnar Solskjær.

„Hreyfðu þig Anto,“ öskraði Solskjær af bekknum og skilaboðin virtust ekki skila sér til framherjans. „Farðu að hreyfa þig,“ öskraði Solskjær þá aftur.

Martial á það til að standa helst til of mikið og hreyfir því ekkert varnarlínu andstæðingana. „Ef þú vilt taka liðið þitt á næsta stall þá gerir þú það ekki með Martial. Þannig horfi ég á þetta,“ sagði Stephen Warnock sem vann fyrir BBC á leiknum.

„Þú þarft framherja sem er í sama gæðaflokki og Bruno Fernandes, þar sem þú veist að þú færð 7-8 í einkunn í hverjum leik. Martial getur gefið þér þrjá eða fjóra í einkunn. Hann er ekki nógu góður ef United ætlar að vinna deildina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi