fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

West Ham hafði betur gegn Tottenham – Annar sigurleikur liðsins í röð

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 13:55

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham United tók á móti Tottenham í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með 2-1 sigri West Ham sem er á fljúgandi siglingu í deildinni um þessar mundir. Leikið var á London Stadium, heimavelli West Ham.

Heimamenn komust yfir strax á 5. mínútu leiksins. Þar var að verki Michail Antonio. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Á 47. mínútu tvöfaldaði Jesse Lingard, forystu West Ham með marki eftir stoðsendingu frá Pablo Fornals.

Lucas Moura, minnkaði muninn fyrir Tottenham með marki á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá Gareth Bale en nær komst Tottenham ekki.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 2-1 sigur West Ham því staðreynd. David Moyes, knattspyrnustjóri liðsins er að gera frábæra hluti og West Ham er sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 45 stig.

Tottenham er hins vegar í 9. sæti deildarinnar með 36 stig.

West Ham United 2 – 1 Tottenham 
1-0 Michail Antonio (‘5)
2-0 Jesse Lingard (’47)
2-1 Lucas Moura (’64)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Í gær

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“
433Sport
Í gær

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“